Skip to Content

Langar þig að syngja í karlakór sem hefur mikinn metnað?

Þá er hér tækifæri sem þú ættir að hugleiða.

Karlakórinn Fóstbræður er alltaf að leita að söngmönnum í allar raddiir. Þú þarft að hafa góða söngrödd og tónheyrn. Byrjendur fá þjálfun í raddbeitingu, samhljómi og að lesa/styðjast við nótur. Inntaka nýrra félaga er yfirleitt í upphafi haustannar. Nánari upplýsingar veitir formaður Fóstbræðra Arinbjörn Vilhjálmsson, netfang arinbjornvi@gamil.com

Fóstbræður er ein elsta tónlistarstofnun landsins og hefur starfað óslitið í hart nær hundrað ár, eða frá árinu 1916.
Hundrað ára afmælisárið nálgast nú óðfluga og er kórinn farinn að huga að spennandi verkefnum á afmælisárinu.

Kórinn hefur flutt metnaðarfull verkefni og sem dæmi komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í viðamiklum verkefnum. Fóstbræður hafa frumflutt ýmis stærri verk fyrir karlakóra og líka slegið á létta strengi t.d. sungið með Stuðmönnum og á sínum tíma voru 14 Fóstbræður mjög vinsælir. Fóstbræður hafa unnið til verðlauna í erlendum söngkeppnum og síðast hlaut kórinn gullverðlaun á tónlistarhátíð Musica Sacra í Pag. Kórinn fer reglulega í söngferðir innanlands sem utan.

Share this