Skip to Content

VORTÓNLEIKAR FÓSTBRÆÐRA 2017

Svo sem verið hefur um árabil syngjum við ferna tónleika á fimm dögum í Norðurljósum hinnar glæsilegu Hörpu við Reykjavíkurhöfn. ........................................................................................................................................................................................ Að þessu sinni munu tónleikagestir fá að heyra í báðum kórunum því Gamlir Fóstbræður munu koma fram á tónleikunum. Í lokin munu svo báðir kóra syngja saman. Með þessum tónleikum setjum við endapunktinn við eitthundrað ára afmælisveisluna sem staðið hefur yfir frá því í ársbyrjun 2016. Starfið á afmælisárinu hefur verið einkar ánægjulegt og hver stórviðburðurinn rekið annan. ......................................................................................................................................................................................... Á síðasta ári minntust Fóstbræður aldarafmælis og nú í vor er þess minnst að 100 ár eru liðin frá fyrstu tónleikum kórsins sem haldnir voru í Bárubúð við Vonarstræti 25. mars 1917. Þetta eru því 101.aðaltónleikar kórsins frá upphafi því aldrei hafa fallið niður tónleikar frá stundinni góðu í Bárubúð. ........................................................................................................................................................................................Á efnisskrá tónleikanna í Hörpu verða íslensk og erlend verk bæði gömul og ný. Þau íslensku lög sem ættu að vera áheyrendum kunnug eru Skarphéðinn í brennunni, Gígjan, Kirkjuhvoll, Mánaskin og Óli lokbrá. Meðal erlendra laga sem flutt verða má nefna þjóðlögin On the bonnie banks of Loch Lomond, Londonderry Air, Shenandoah og Capríljóð Winklers. Frumflutt verður nýtt verk sem Áskell Másson hefur samið við ljóðið Stormur eftir Hannes Hafstein. ......................................................................................................................................................................................... Einsöngvari verður Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og píanóleikari Steinunn Birna. Stjórnandi er Árni Harðarson. ...................................................................................................................................................................... Hinir árlegu vortónleikar kórsins verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu tónlistarhúss sem hér segir: # Þriðjudaginn 25. apríl kl. 20.00 # Miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.00 # Fimmtudaginn 27. apríl kl. 20.00 # Laugardaginn 29. apríl kl. 15.00 Verð aðgöngumiða í almennri sölu er 4.000 kr. Miðasala á tix .is ..................................................................................................................................................................................... ATH. STYRKTARFÉLAGAR! Innan skamms mun styrktarfélögum berast fréttabréfi kórsins „Hljóma skal vort mál“. Í kjölfarið munu svo kórfélagar banka upp á hjá styrktarfélögum og færa þeim ávísanir fyrir tónleikamiðum sem þeir leysa út í miðasölu Hörpu. Verð til styrktarfélaga fyrir tvo miða er kr. 4.000 og kr. 3.500 fyrir 67 ára og eldri.======= Þeir sem hafa áhuga á að gerast styrktarfélagar skulu hafa samband við formann styrktarfélaganefndar Agnar Óskarsson í síma 660-5111 eða í netfang agnar@vis.is
Share this