Skip to Content

Villtu koma í kórinn ?

Karlakórinn Fóstbræður auglýsir hér með eftir söngmönnum sem hafa áhuga á að ganga til liðs við kórinn á haustönn sem nú er að hefjast. Æfingar eru að jafnaði á miðvikudagskvöldum auk fyrsta mánudagskvölds hvers mánaðar (5 æfingar á mánuði). Sóttvarnir eru viðhafðar í kórstarfinu á meðan nauðsynlegt reynist. Æskilegast er að nýjir félagar séu fæddir eftir Heimaeyjargos og hafi einhverja reynslu af kórsöng en það er þó ekki skilyrði. Nýliðum er boðið upp á sérstaka raddþjálfun til að byrja með. Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað frá árinu 1916. Æfingar fara fram í Fóstbræðraheimilinu að Langholtsvegi 109 í húsnæði sem er sérsniðið að þörfum kórsins. Raddprufur fara fram miðvikudagskvöldið 1. september eða eftir samkomulagi dagana þar á eftir. Æfingar hefjast mánudagskvöldið 6.september. Áhugasamir hafi samband við formann eða varaformann kórsins. Arinbjörn: arinbjornvi@gmail.com / gsm 820-8582 Halldór: halldor.thorarinsson@gmail.com / gsm 898-1610
Share this