Skip to Content

Til ljóssins og lífsins

Tónleikarnir eru innblásnir af hefð allra sálnamessu, en það eru forn hátíð þar sem segja má að opnist dyr milli tveggja heima. Hér gefst áheyrendum kærkomið tækifæri til þess að setjast niður og minnast ástvina og þess fagra í lífinu, en efniskráin samanstendur af hugljúfum lögum og sálmum. Einar Kárason skáld tekur þátt í tónleikunum og hefur frjálsar hendur um talað mál á milli söngvanna. Um ljósahönnun sér Egill Ingibergsson, organisti er Tómas Guðni Eggertsson og stjórnandi tónleikanna er Árni Harðarsson. Miðaverð er 3.500 krónur og eru þeir fáanlegir hjá kórfélögum og á tix.is
Share this