Skip to Content

Til ljóssins og lífsins

Tónleikar Fóstbræðra á allra heilagra messu  bera nafnið Til ljóssins og lífsins sem er heiti á geisladiski sem kom út nýlega. Á þessum geisladiski eru sálmar og lög sem hafa unnið sér sess við ýmsar kirkjulegar athafnir svo sem jarðarfarir og brúðkaup, og er oft óskað eftir söng Fóstbræðra við slíkar athafnir. Flutt eru lög af diskinum ásamt fleiru. Einsöngvarar koma úr röðum kórmanna, Stjórnandi kórsins er Árni Harðarsson. Á þessum tónleikum eru gjarnan farnar nýjar leiðir m.a. að notast við mynda- og ljósatækni með söngnum eftir hugmyndum Helenar Jónsdóttur danshöfundar. Óhætt er að fullyrða að hér eru á ferðinni eftirminnilegir tónleikar.

Forsala aðgöngumiða er hjá kórmönnum og einnig verða miðar seldir við innganginn á meðan húsrúm leyfir. Fylgist með tilkynningum um næstu tónleikum Til ljóssins og lífsins hér á heimasíðunni.

Til Ljóssins og lífsins

Share this