Skip to Content

Söngstjóri Fóstbræðra

 

Árni Harðarson lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 1976. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal College of Music London á árunum 1978 - 1983. Eftir að hann sneri heim hefur Árni verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem kórstjóri, tónskáld og tónlistarkennari. Hann var stjórnandi Háskólakórsins árin 1983 - 1989 og var ráðinn söngstjóri Fóstbræðra haustið 1991. Auk þess að sinna tónsmíðum hefur Árni unnið að félagsmálum tónskálda og var m.a. formaður Tónskáldafélags Íslands 1995-1998. Hann var fulltrúi Íslands í NOMUS, Norrænu tónlistarnefndinni, frá 1993 - 2000. Árni er skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs og hefur verið söngstjóri Fóstbræðra í rúmlega tvo áratugi. Hann hefur einnig samið mörg lög fyrir kórinn og sömuleiðis útsett fjölda laga.

Karlakórinn Fóstbræður

Share this