Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Fóstbræður fagna fullveldinu í Hörpu
  Á fullveldisdaginn, 1. desember, munu Fóstbræður fagna fullveldi þjóðarinnar með opnum tónleikum í Hörpu. Tónleikarnir verða um hádegisbil og munu bæði aðalkórinn og gamlir Fóstbræður koma fram og syngja ættjarðarlög sem er vel við hæfi á þessum merkisdegi. Hér er sleginn upptaktur að 100 ára fullveldisafmæli á næsta ári.
  23. Nov - 17:41
 • Hauststarfið

  Starfsemi Fóstrbæðra hefur farið vel af stað í haust og bræður yljað sér við frábærar minningar frá liðinu 100 ára afmælisári sem tókst að öllu leyti einstaklega vel. Starfið hefur því farið í hefðbundnar skorður en engu að síður eru margir spennandi viðburðir á döfinni, þ.á.m. áformuð tónleikaför til Seattle í Bandaríkjunum í maí nk. þar sem kórinn mun syngja við opnun nýs stórglæilegs safns sem tileinkað er norrænni arfleifð heimamanna. 

  23. Nov - 17:25
 • 100 ÁRA AFMÆLISHALDI LOKIÐ
  Sunnudaginn 30. apríl lauk formlegri dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Fóstbræðra. Um hádegisbil söfnuðust félagar saman við Fóstbræðraheimilið og drógu niður afmælisfánann sem blakt hefur við hún síðastliðið ár. Afmælisdagskráin var fjölbreytt en hápunktarnir voru efalítið glæsilegt fjölþjóðlegt kóramót í Hörpu í maí og afmælisdagurnn sjálfur 18. nóvember þegar efnt var til ógleymanlegra afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu.
  03. Maí - 13:05

Forsíða

Share this