
Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.
-
Jólatónleikar í Seljakirkju
Sunnudaginn 9. desember halda Fóstbræður að venju jólatóleika í Seljakirkju og hefjast þeir kl. 17. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
-
Fullveldistónleikar í Hörpu
Þann 1. desember, á 100 ára afmæli fullveldisins, munu Fóstbræður halda opna tónleika í Hörpu og hefjast þeir kl. 11:45. Auk starfandi kórsins munu gamlir Fóstæður koma fram og þá mumu kórarnir syngja saman. Á efnisskránni eru að mestu íslensk ættjarðarlög.
-
Til ljóssins og lífsins
Laugardaginn 17. nóvember 2018, kl. 17:00 mun Karlakórinn Fóstbræður halda tónleikana "Til ljóssins og lífsins" í Langholtskirkju.