Skip to Content

Ávarp frá stjórn

Heimasíða karlakórsins Fóstbræðra hefur fengið nýtt útlit og innihald. Meginhugmyndin að baki henni er að hún sé þjálli í notkun fyrir notendur og auðveldi þeim að hafa samband við okkur hvort sem er til þess að gerast áskrifandi, kaupa miða eða geisladiska, panta söng við jarðarfarir eða tækifærissöng sem kórinn býður upp á.

Þá er að finna upplýsingar um tónleika og önnur verkefni sem Fóstbræður hafa tekið að sér á starfsárinu. Á heimasíðunni er viðburðadagatal svo hægt er að fylgjast með á auðveldan og þægilegan hátt.

Heimasíðan er tvískipt. Hluti hennar er ætlaður fyrir starfandi kórfélaga þar sem hægt er að ná í nótur og lesa tilkynningar frá stjórn eða öðrum félögum og hægt að skiptast á skoðunum auk annarra gagnlegra upplýsinga. Hinn hlutinn er fyrir almenning, og sem fyrr segir, skipulögð þannig að einfalt sé að nálgast þær upplýsingar og fróðleik sem fólk óskar eftir.

Karlakórssöngur er vinsæll meðal þjóðarinnar. Aðsókn að tónleikum karlakóra er almennt mjög góður og gæði þeirra oft á tíðum mjög mikil. Æ fleiri kórar spreyta sig á erfiðari verkum en þegar kemur að umfjöllun fjölmiðla ríkir þögnin ein. Það eru mörg ár síðan tónleikar Fóstbræðra hafa verið gagnrýndir í fjölmiðlum og mjög erfitt er að fá birtar fréttatilkynningar um tónlistarviðburði. Við vonum að fjölmiðlar sýni okkur meiri áhuga í framtíðinni og leggi þar með sitt lóð á vogarskálarnar til þess að viðhalda þessari sterku hefð sem myndast hefur hér á landi.

 


Stjórn Fóstbræðra

Share this