Skip to Content

Minningaskjöldur á gamla KFUM-húsið

Fóstbræður áttu þann 26. október fund með Yngva Péturssyni rektor Menntaskólans í Reykjavík þar sem rektor veitti bræðrum góðfúslega leyfi til þess að festa skjöld á gamla KFUM heimilið við Amtmannsstíg til minningar um stofnun kórsins fyrir 100 árum. Skjöldurinn verður afhjúpaður laugardaginn 19.nóvember á undan afmælishófi í Hörpu. Texti á minningarskjöld verður sem hér segir: „Á þessum stað komu ungir menn saman þann 18.nóvember 1916 og stofnuðu Karlakór KFUM. Frá árinu 1936 hefur kórinn borið nafnið KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR „Sönglistin á að eflast við íþrótt yðar og glæðast“ Úr kærleiksávarpi Sr.Friðriks Friðrikssonar til Karlakórs KFUM Þann 19.nóvember 2016 var skjöldur þessi afhjúpaður.“ Á myndinni eru bræður að máta stærð og staðsetningu skjaldarins. Frá vinstri Stefán Már Halldórsson formaður afmælisnefndar, Örn Baldursson varaformaður, Hallmundur Marvinsson og Yngvi Pétursson rektir MR. Arinbjörn Vilhjálmsson formaður tók myndina. Hallmundur mun sjá um uppsetningu skjaldarins en Tryggvi Tryggvason hefur hannað útlitið. ​
Share this