Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Miðasala á afmælistónleikana hefst 18.október
  Nú styttist óðum i afmælistónleikana sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu 18. nóvember. Miðasala hefst í miðasölu Hörpu þann 18. október. Tekið skal fram að hér verður aðeins um eina tónleika að ræða og ástæða er til að hafa varann á sér því sýnt er að aðsókn verður mikil og eflaust munu færri komast i að en vilja. Frekari upplýsingar má fá með því að smella hér eða skoða framhald þessarar fréttar.
  12. Oct - 14:08
 • Afmælisdagurinn nálgast
  Fóstbræður hafa haldið upp á aldarafmæli sitt með margvíslegum hætti. Fyrri hápunkturinn, hið glæsilega kóramót í maí, er að baki en sá seinni er eftir: Glæsilegir afmælistónleikar í Hörpu í nóvember.
  09. Sep - 16:10
 • Fóstbræðraheimilið fimmtugt!
  Þann 14.júlí voru liðin rétt 50 ár síðan Jón Halldórsson fyrsti söngstjóri Karlakórsins Fóstbræðra tók skóflustungu af Fóstbræðraheimilinu að Langholtsvegi 109.
  27. júlí - 13:22

Forsíða

Share this