Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Jólatónleikar í Seljakirkju
  Hefðbundnir jólatónleikar Fóstbræðra verða haldnir í Seljakirkju í Breiðholti sunnudaginn 11. desember og hefjast tónleikararnir kl. 17. Einsöngvari með kórnum í ár verður Hanna Dóra Sturludóttir. Aðsókn hefur jafnan verið mjög góð og færri komist að en vilja enda er aðgangur ókeypis.
  01. Dec - 10:45
 • Afmælishelgi að baki

  Helgin 18.-20. nóvermer var sannkölluð afmælishelgi Fóstbræðra en þann 18. nóvember var liðin rétt öld frá stofndegi fyrsta vísis kórsins. Við hvetjum velunnara og aðra áhugasama um flotta karlakóramúsík að heimsækja Facebook síðu kórsins og renna yfir dagskrá og fjölmargar myndir. Hér á eftir er stuttur annáll yfir viðburði helgarinnar.

  01. Dec - 12:05
 • Minningaskjöldur á gamla KFUM-húsið
  Í tilefni af 100 ára afmælinu verður settur upp minningaskjöldur á gamla KFUM-húsið við Amtmannsstíg þar sem KFUM-kórinn, sem seinna varð karlakórinn Fóstbræður, var stofnaður 19. nóvember 1916.
  01. Nov - 10:37

Forsíða

Share this