Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Karlakórinn Fóstbræður byrjar árið af krafti.
  Fóstbræður hafa nú hafið aftur störf eftir kærkomið jólafrí, eftir að hafa sungið af kappi allan jólamánuðinn og þar sem meðal annars voru sungnir jólatónleikar fyrir fullu húsi í Gamla bíói.
  01. apríl - 11:39
 • Fóstbræður óska öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

  Eftir annasaman desembermánuð er kórinn nú komin i jólafrí og hefðbundnu starfi kórsins lokið á þessu ári og kórmenn komnir í jólafrí með fjölskyldum sínum.

  23. Dec - 15:48
 • Jólatónleikar Fóstbræðra

  Fóstbræður halda jólatónleika laugardaginn 14. des. í húsi Gamla Bíó við Ingólfsstræti. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 húsið opnar kl. 16:30 og er áætluð lengd tónleikanna 1.5 klst. Á efnisskránni verða íslensk og erlend jólalög sem flestir ættu að kannast við og einsöngvarar koma úr röðum kórmanna við píanóið er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Stjórnandi er Árni Harðarson.

  22. Nov - 09:46

Forsíða

Share this