Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Glæsilegt alþjóðlegt kóramót á 100 ára afmælinu.
  Um hvítasunnuhelgina, 12.-14. maí, verður Harpan vettvangur glæsilegs alþjóðlegs karlakóramóts þar sem 10 íslenskir og 14 erlendir karlakórar munu efna til stanslausrar söngveislu. Skipulag mótsins er í höndum Fóstbræðra sem halda það í samstarfi við Norræna kórasambandið og með stuðningi Sambands íslenskra karlakóra. All flestir atburðir mótsins eru opnir gestum og miða má nálgast á heimasíðu kóramótsins. Heimsækið heimasíðuna með því að smella hér.
  19. apríl - 19:09
 • Ár vas alda
  Nú líður senn að vortónleikum Fóstbræðra og eru þeir hundruðustu vortónleikar kórsins. Tónleikarnir verða í Norðurljósum Hörpu dagana 26., 27., 28. og 30. apríl. Óhætt er að slá því föstu að engin listastofnun hérlendis hafi náð þeim áfanga að halda 100 árlega viðburði í óslitinni röð.
  03. Mar - 08:58
 • Fóstbræður í afmælisstuði
  Það er ekki á hverjum degi sem Fóstbræður fá umfjöllun um söng sinn í fjölmiðlum, hvað þá hástemmt lof. Einhverra hluta vegna sjá fjölmiðlar sjaldan ástæðu til þess að senda gagnrýnendur á tónleika karlakóra en ofangreint ber með sér að það gæti bara verið áhugavert og skemmtilegt.
  02. Mar - 10:27

Forsíða

Share this