Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Að lokinni vel heppnaðri söngferð Fóstbræðra
  Þá eru Fóstbræður komnir heim eftir frækna söngferð til Evrópu sem farin var dagana 13.-18. maí. Sungið var í þremur löndum og ávallt fyrir fullu húsi og við mikla hrifningu tónleikagesta.
  22. Maí - 09:48
 • Þriggja landa söngferð Fóstbræðra

  Nú í vor leggja Fóstbræður land undir fót og halda í utanlandsferð í fyrsta skipti síðan árið 2008. Förinni er heitið til hjarta Evrópu og munu bræður halda þrenna tónleika í þremur löndum á þremur dögum. Með í för eru ásamt Árna Harðarsyni söngstjóra  þær Auður Gunnarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir meðleikari. Að auki mun ungur kvikmyndatökumaður, Elvar Örn Egilsson, fylgja hópnum en Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður hefur nú látið hefja tökur fyrir heimildakvikmynd um Fóstbræður og 100 ára afmælishald karlakórsins.

  12. Maí - 17:24
 • 99. vortónleikar Fóstbræðra í Hörpu 2015
  Karlakórinn Fóstbræður heldur sína 99. vortónleika í Norðurljósum Hörpu dagana 28., 29. og 30. apríl og 2. maí.
  07. apríl - 16:03

Forsíða

Share this