Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Afmælisdagurinn nálgast
  Fóstbræður hafa haldið upp á aldarafmæli sitt með margvíslegum hætti. Fyrri hápunkturinn, hið glæsilega kóramót í maí, er að baki en sá seinni er eftir: Glæsilegir afmælistónleikar í Hörpu í nóvember.
  09. Sep - 17:10
 • Fóstbræðraheimilið fimmtugt!
  Þann 14.júlí voru liðin rétt 50 ár síðan Jón Halldórsson fyrsti söngstjóri Karlakórsins Fóstbræðra tók skóflustungu af Fóstbræðraheimilinu að Langholtsvegi 109.
  27. júlí - 14:22
 • Frábæru kóramóti lokið
  Alþjóðlega kóramótið sem haldið var í Hörpu 12.-14. maí tókst í alla staði frábærlega vel. Kórarnir 23 skörtuðu sínu fegursta og fjölmargir áheyrendur og gestir skemmtu sér hið besta. Hátíðahöldum vegna 100. afmælisárs Fóstbræða er þó ekki lokið og verður þráðurinn tekinn upp að nýju á haustmánuðum. Fóstbræður munu þó halda sér í formi yfir sumarmánuðina, m.a. með þátttöku á Sjómannadeginum og í hátíðahöldum 17. júní. Gleðlilegt sumar og sjáumst á ný  í síðasta lagi á haustdögum!
  17. Maí - 10:25

Forsíða

Share this