Skip to Content

Karlakórinn Fóstbræður er sá karlakór Íslands sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki en kórinn hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og hefur áratugum saman miðað aldur sinn við það ártal.

 • Í tilefni af 100 ára afmæli Karlakórsins Fóstbræðra
  Í tilefni af 100 ára afmæli Karlakórsins Fóstbræðra hefur verið sett saman myndband á Youtube, hið fyrsta af fleirum væntanlegum í tengslum við afmælið.
  27. janúar - 16:20
 • Fóstbræður hefja starfsemi á 100 ára afmælisárinu

  Í gær á þrettándanum kom Karlakórinn Fóstbræður saman í fyrsta skipti til æfinga á 100 ára afmælisárinu og slógust Gamlir Fóstbræður með í hópinn. Af þessu tilefni var æfingin með nokkuð óhefðbundnu sniði því byrjað var á því að haldin var stutt athöfn fyrir utan Fóstbræðraheimilið.

  Fulltrúar af helstu fjölmiðlum landsins komu við í Fóstbræðraheimilinu í gær og þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Árni Sæberg, af því þegar Fóstbræður tendruðu afmæliseldinn sem mun loga fram yfir vortónleika árið 2017.

  08. janúar - 08:16
 • Nýárskveðjur við upphaf afmælisárs Fóstbræðra. 100 ára afmælisfáni.
  Karlakórinn Fóstbræður óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða. Margs er að minnast frá árinu og eru Fóstbræður sérstaklega þakklátir fyrir góða aðsókn að tónleikum kórsins hvort sem er innan eða utanlands.
  31. Dec - 23:55

Forsíða

Share this